Drengsins enn leitað

TF-LIF og TF-EIR, þyrlur Landhelgisgæslunnar, fluttu í fyrrinótt fjóra kafara, …
TF-LIF og TF-EIR, þyrlur Landhelgisgæslunnar, fluttu í fyrrinótt fjóra kafara, lögreglumann og tíu sérhæfða björgunarsveitarmenn norður í Sölvadal þar sem leit fer fram í Núpá. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Leit er að hefjast að nýju nú á tíunda tímanum að unglingspilti sem lenti í Núpá í fyrrakvöld en leit lá niðri í nótt. Leitarfólk er komið að ánni og er að leggja lokahönd á undirbúninginn. Aðgerðastjórn situr nú á fundi þar sem rætt er um framhaldið.

Unglingurinn sem féll í Núpá er af norskum ættum að því er fram kemur í frétt TV2. Þar kemur fram að talsmaður utanríkisráðuneytisins norska, Trude Måseide, hafi staðfest að Norðmanns sé saknað á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert