Eftirlýstur smyglari handtekinn í Leifsstöð

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo íslenska menn í flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni en báðir reyndust vera að smygla fíkniefnum til landsins. Annar þeirra var eftirlýstur af lögreglu vegna annarra mála.

„Tollgæslan stöðvaði för þeirra vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni innvortis og reyndist sá grunur á rökum reistur. Annar var með nokkrar pakkningar af hassi og hinn með töflur innvortis sem voru vafðar inn í sellofan,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Mennirnir voru að koma frá Alicante á Spáni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert