Slösuð göngukona flutt með báti til Seyðisfjarðar

Frá Loðmundarfirði.
Frá Loðmundarfirði. mbl.is/Einar Falur

Björgunarsveitir á Borgarfirði eystra og Seyðisfirði voru kallaðar út fyrr í dag til aðstoðar slasaðri göngukonu í Loðmundarfirði.

Nokkur spotti var að konunni, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.

Var hún af þeim sökum að lokum flutt með björgunarbát til Seyðisfjarðar til aðhlynningar og var komin þangað á fimmta tímanum síðdegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert