LSR segir upp fjórum starfsmönnum

Fjórum starfsmönnum lífeyrissjóðsins hefur verið sagt upp.
Fjórum starfsmönnum lífeyrissjóðsins hefur verið sagt upp. mbl.is/Styrmir Kári

LSR hefur sagt upp fjórum starfsmönnum sem allir eru millistjórnendur hjá sjóðnum. Í skriflegu svari Hörpu Jónsdóttur framkvæmdastjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að uppsagnirnar séu í tengslum við skipulagsbreytingar.

„Það er rétt að við sögðum í liðinni viku upp nokkrum starfsmönnum og tilkynntum samhliða nokkrar tilfærslur á fólki innan LSR. Þetta er gert í tengslum við skipulagsbreytingar,“ segir Harpa í svari sínu. Enn fremur kemur fram að ekki standi til að segja upp fleira fólki.

Hún segir að undanfarið hafi verið unnið að stefnumótun næstu ára og niðurstaða þeirrar vinnu hafi verið sú að leggja áherslu á stafræna þróun ogheildstæða þjónustu við sjóðfélaga. Við þessar áherslubreytingar hafi skipuritið breyst sem leitt hafi til uppsagna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert