Tilkynnt var um veiðar á tveimur álum á síðasta ári

Álaveiði hefur aldrei verið algeng á Íslandi.
Álaveiði hefur aldrei verið algeng á Íslandi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Eitt leyfi til álaveiða var gefið út 2019 og var tilkynnt um veiðar á tveimur álum. Leyfishafa var heimilt að veiða í álagildru og á stöng á Suðausturlandi og áætlaði að veiða 10-20 ála.

Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Ingu Sæland á Alþingi um álaveiðar. Samkvæmt reglugerð frá 2019 eru álaveiðar bannaðar nema að fengnu sérstöku leyfi. Ekkert leyfi hefur verið gefið út á þessu ári.

Í svarinu er byggt á upplýsingum frá Fiskistofu og Hafrannsóknastofnun. Meðal annars var spurt hver árleg skráð veiði á ál hér á landi hefði verið á árunum 2000-2020. Í svarinu kemur fram að í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu á árunum 2015-2019 hafi verið skráðir 0-6 álar árlega. aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert