Stefna á aukna tíðni strætóferða á Akureyri

Akureyri.
Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Fyrstu tillögur að nýju leiðaneti Strætisvagna Akureyrar hafa litið dagsins ljós. Markmiðið með endurskoðun leiðanetsins er að bæta þjónustuna og fjölga farþegum en áhersla er lögð á beinni leiðir, stóraukna tíðni og styttri ferðatíma.

Þetta kemur fram á vef Akureyrar.

Þar segir að stefnt sé að 15-20 mínútna tíðni á annatíma á virkum dögum (kl. 6-9 og kl. 14-18) og 30 mínútna tíðni þess á milli. Á kvöldin er horft til 60 mínútna tíðni til kl. 23.

Leiðanetið verður einfaldað en tvær leiðir leysa af hólmi sex leiðir og á það að skila sér í styttri ferðatíma og beinni leiðum.

Markmiðið er að bæta þjónustuna og fjölga farþegum með því að gera fleirum kleift að nota strætó að jafnaði.

Óskað er eftir athugasemdum um málið, sem hægt er að kynna sér nánar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert