Prófkjör Pírata hefst í dag

Píratar munu bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum.
Píratar munu bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum. mbl.is/Hari

Prófkjör Pírata hefst í dag klukkan 16. Því lýkur 13. mars og þá mun liggja fyrir hverjir skipa efstu sæti á listum Pírata fyrir næstu alþingiskosningar.

Kosningin er rafræn og fer fram í kosningakerfi Pírata, x.piratar.is. Á kjörskrá eru um 3.300 manns og hefur þeim fjölgað um rúmlega 500 frá upphafi árs.

Píratar munu bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum. Sameiginlegt prófkjör er fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö.

Framboðsfrestur til klukkan 14

Prófkjör Pírata er opið öllum, hver sem er getur boðið sig fram og greitt atkvæði, að því er segir í tilkynningu.

Um leið er bent á að framboðsfrestur renni út klukkan 14 í dag. Þeir sem hafi skráð sig í kosningakerfið fyrir 13. febrúar séu með atkvæðisrétt.

Úrslitin verða tilkynnt með formlegum hætti síðdegis 13. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert