Mótmæla lækkun hámarkshraða

Þrengingar við Hofsvallagötu.
Þrengingar við Hofsvallagötu. mbl.is/Rósa Braga

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mótmælir harðlega þeim áformum meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að lækka hámarkshraða á öllum götum í umsjá borgarinnar.

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á miðvikudag nýja áætlun um hámarkshraða á götum borgarinnar. Með henni verða nær allar götur með 40 kílómetra hámarkshraða eða lægri.

Í yfirlýsingu Varðar segir að reynslan hafi sýnt að þegar þrengt sé að umferð á tengibrautum og stofnleiðum leiti umferð frekar inn í íbúðahverfin og það verði til þess að umferðaröryggi allra vegfarenda sé ógnað. Tekið er dæmi um þrengingu Hofsvallagötu árið 2014 en þá fjölgaði ökutækjum um 1.000 á sólarhring í nærliggjandi íbúðagötum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert