Lausir munir gætu fokið í suðaustanstormi

Víða taka viðvaranir gildi á morgun.
Víða taka viðvaranir gildi á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular veðurviðvaranir taka gildi víða um land í fyrramálið, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands gætu lausir munir fokið á Suðvesturhorninu, og hætta er á hálku þegar hlýnar með rigningu síðdegis. 

Á höfuðborgarsvæðinu er gul veðurviðvörun í gildi frá klukkan 10 í fyrramálið til 18:00. Vindhviður gætu náð allt að 23 metrum á sekúndu, en hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi. 

Á Suðurlandi tekur viðvörun einnig gildi klukkan 10 í fyrramálið en von er á suðaustanátt, 18 til 25 metrum á sekúndu, hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður gætu náð allt að 40 metrum á sekúndum á þeim slóðum, t.d. undir Eyjafjöllum.

Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst, og einnig má gera ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.

Í Breiðafirði má gera ráð fyrir allt að 25 metrum á sekúndu, hvassast verður í vindstrengjum við fjöll og hviður verða um 40 metrar á sekúndum á þeim slóðum, einkum á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum verður vindhraði svipaður en von er á snjókomu og skafrenningi á fjallvegum með lélegu skyggni. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert