Halda blaðamannafund snemma í vikunni

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til stendur að halda blaðamannafund snemma í vikunni og upplýsa um eins mikið og hægt er varðandi rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka í Reykjavík. 

Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í samtali við mbl.is. Hún segir að boðað verði til blaðamannafundarins eins fljótt og auðið er. 

Hún segir að gengið verði eins langt í upplýsingagjöf og mögulegt sé og að jafnvel verði hægt að sýna myndir frá vettvangi „til þess að sýna hvað við erum að fást við“. 

Rannsóknin gengur vel

Enn fremur segir Sigríður Björk að rannsókn málsins gangi vel. Nú standi yfir vinna við að ganga frá lausum endum, búa til tímalínur og fara yfir tæki og tól, ekki síst samskiptatæki. 

„Það sem er frábært við þetta, og ég er þakklát fyrir, er að hér eru þrjú embætti að vinna rannsóknina mjög þétt,“ segir Sigríður en rannsóknin er á forræði ríkislögreglustjóra. 

„Rannsóknin gegnur vel, það er verið að elta allar vísbendingar og það er unnið sleitulaust.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert