Jón boðaður á fundi til að ræða fyrirhugaða sölu

Jón Gunnarsson á fundi fjárlaganefndar.
Jón Gunnarsson á fundi fjárlaganefndar. mbl.is/Kristinn Magnusson

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, hefur verið boðaður á fundi fjárlaganefndar og utanríkismálanefndar sem fara fram fyrir hádegi í dag, til að ræða fyrirhugaða sölu á björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF.

Fundur fjárlaganefndar hefst klukkan 8.30 og fundur utanríkismálanefndar hefst skömmu síðar, eða klukkan 8.45.

Í gær greindi Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við mbl.is að hann hefði boðað nefndarfund í dag til að ræða áform dómsmálaráðuneytisins. Hefur hann stefnt dómsmálaráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar þangað.

Georg kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar.
Georg kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar. mbl.is/Kristinn Magnusson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert