Vegasjoppa á meðal styrkþega

Vegasjoppan Norðurbraut er á Hvammstanga.
Vegasjoppan Norðurbraut er á Hvammstanga. mbl.is/Sigurður Bogi

Tæplega 309 milljónum króna var á dögunum úthlutað úr húsafriðunarsjóði til 207 verkefna sem flest lúta að viðgerðum og endurbótum. Þetta kemur fram á vef Minjastofnunar sem umsjón hefur með sjóðnum. Umsóknir voru mun fleiri eða fyrir samtals 1,1 milljarð króna.

Skiptingin er þannig að 34 friðlýstar kirkjur um land allt hlutu styrki samtals að upphæð 73,6 milljónir króna, 42 friðlýst hús og mannvirki fengu samtals 81,5 milljónir króna, 100 friðuð hús og mannvirki fengu samtals 125,2 milljónir króna og önnur hús og mannvirki hlutu styrki að upphæð samtals 17,3 milljónir króna.

Enn fremur voru veittir sjö styrkir til rannsókna og húsakannana, samtals að upphæð 11 milljónir króna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert