Neyðarstigi lýst yfir á Neskaupstað

Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað.
Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað. Arnþór Birkisson

Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað vegna snjóflóðanna sem féllu í morgun, samkvæmt tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi.  

Annað flóðanna féll á nokkur hús en ekki er talið að fólk hafi slasast. Björgunarfólk á svæðinu er að störfum eins og er, en björgunarsveitir af Austurlandi hafa verið kallaðar út ásamt Vegagerðinni til að ryðja leiðir fyrir björgunaraðila.  

Ákveðið hefur verið að rýma önnur svæði þar sem snjóflóðahætta er talin vera, bæði á Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á báðum stöðum.  

Björgunarsveitir ganga í þau hús sem þarf að rýma. Þeir sem fara úr húsum sínum á Neskaupstað geta leitað til fjöldahjálparstöðvarinnar í Egilsbúð, þar sem tekið verður á móti þeim. Biðlað er til annarra íbúa að halda kyrru fyrir að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert