Snjóflóð féll á íbúðarhús í Neskaupstað

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Aðsend

Tvö stór snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði nótt, annað innan við íbúabyggð og hitt féll á íbúðarhús.

Snjóflóð í Neskaupstað.
Snjóflóð í Neskaupstað. Kort/mbl.is

Þetta staðfestir Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á sviði snjóflóða á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á Eskifirði segir að annað snjóflóðið hafi fallið vestan leiðigarða við Urðarteig. Flóðið fór yfir Strandgötu og í sjó fram.

Íbúar Norðfjarðar eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Þá er öllu skólahaldi aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum.

Rýma nokkur svæði

Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum og hættustigi lýst yfir í Neskaupsstað og á Seyðisfirði.

Verið er að rýma nokkur svæði og að sögn Heiðar eru sérfræðingar Veðurstofunnar að kanna aðstæður. Þá eru viðbragðsaðgerðir í gangi hjá almannavörnum, lögreglu og björgunarsveitum.  

Norðfjarðargöng eru lokuð að beiðni lög­reglu og al­manna­varna vegna mik­ill­ar snjóflóðahættu.

Að sögn Heiðar má búast við því að óvissustigið verði í gildi út daginn. 

Lesendur sem geta veitt frekari upplýsingar eða myndir er bent á netfangið netfrett@mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert