Ekkert ferðaveður er á milli Víkur og Egilsstaða

Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 15 …
Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 15 í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Ekkert ferðaveður er á milli Víkur og Egilsstaða. Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 15 í dag. 

Á vef Vegagerðarinnar segir að vegurinn á milli Víkur og Egilsstaða sé lokaður. Stöðugt er verið að meta aðstæður og má búast við nýjum upplýsingum um hádegisbil.

Þá eru fjallvegir ófærir eða lokaðir vegna veðurs og ekki verður farið að skoða opnun fyrr en veður lægir. 

Norðfjarðargöng eru lokuð að beiðni lögreglu og almannavarna vegna mikillar snjóflóðahættu. Eitt flóð er þegar fallið. 

mbl.is