Nokkrir hlutu minniháttar meiðsl

Frá Seyðisfirði í morgun.
Frá Seyðisfirði í morgun. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, segir í samtali við mbl.is að nokkrir hafi leitað á stofnunina í morgun með minniháttar meiðsl eftir að snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun. 

Í frétt á vef Austurfréttar kemur fram að einhverjir hafi hlotið sár, helst eftir rúðubrot í húsnæði. 

„Það hefur orðið brestur á því að fólk geti komist til vinnu hjá okkur, bæði komist í og úr vinnu,“ segir Guðjón og bætir við að mönnunin sé þó tryggð á stofnunni. Íbúar á Austurlandi, sem ekki eru á þeim svæðum sem skal rýma, hafa verið hvattir til að halda sig heima við. 

Fjöldahjálparmiðstöðvar hafa verið opnaðar bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Guðjón segir að Rauði krossinn hafi ekki enn óskað eftir aðstoð heilbrigðistofnunarinnar á miðstöðvunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert