Bindivélum stolið í Hafnarfirði

Tveimur bindivélum var stolið úr vinnuskúr í Hafnarfirði um helgina.
Tveimur bindivélum var stolið úr vinnuskúr í Hafnarfirði um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Tveimur bindivélum var stolið úr vinnuskúr í Hafnarfirði um helgina. Tilkynnt var um innbrot og þjófnað úr vinnuskúrnum fyrir hádegi í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þar kemur einnig fram að tilkynnt hafi verið um mann liggjandi í vegkanti í Hlíðahverfi. Reyndist maðurinn vera ofurölvi ferðamaður og ók lögregla honum heim á hótel. 

Í miðborginni voru 16 ökutæki sektuð vegna ólöglegrar lagningar. Í Múlunum var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi og honum ekið á bráðamóttöku. 

Í miðborginni voru unnin skemmdarverk á lyftara og bifreið en gerandi er ókunnur. 

Tilkynnt var um eld og dökkan reyk í íbúð í Kópavogi og var einn fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. Í Kópavogi var sömuleiðis ökumaður stöðvaður við akstur grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Reyndist hann hafa vopn og fíkniefni á sér sem voru haldlögð. Var hann látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Þá voru skráningarnúmer tekin af fjórum bifreiðum í Árbæ þar sem tryggingar voru ekki greiddar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert