Sjóðurinn tæmdist á miðju ári

Bækur.
Bækur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bókaforlög fengu rúmar 417 milljónir króna í endurgreiðslur frá íslenska ríkinu á síðasta ári. Greiðslurnar eru inntar af hendi í samræmi við lög sem sett voru til að styðja tímabundið við íslenska bókaútgáfu.

Fyrsta heila starfsár nýs sjóðs sem settur var á fót vegna þessa var árið 2020 og það ár voru greiddar út 398 milljónir króna. Árið 2021 voru greiddar út 374 milljónir. Árið 2022 er því metár í umræddum endurgreiðslum enda kom á daginn að ekki var nóg til af peningum til að sinna öllum umsóknum.

Á síðasta ári voru afgreiddar 883 umsóknir um endurgreiðslu og heildarkostnaður við þær sem taldist endurgreiðsluhæfur var rúmar 1.668 milljónir króna. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert