Ráðgátan um skilti Ormsson enn óleyst

Slökkt hefur verið á auglýsingaskiltinu.
Slökkt hefur verið á auglýsingaskiltinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsvarsmenn verslunarinnar Ormsson meta nú til hvaða ráða beri að grípa varðandi umdeilt auglýsingaskilti á húsi fyrirtækisins við Lágmúla. Slökkt hefur verið á skiltinu að undanförnu til að fyrirtækið þurfi ekki að greiða 150 þúsund krónur í dagsektir til Reykjavíkurborgar. Forsvarsmenn Ormsson eru ósáttir við samskipti sín við borgina og segjast hafa fengið misvísandi skilaboð þaðan sem hafi valdið fyrirtækinu miklu tjóni.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í byrjun mánaðarins hafnaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kröfum Ormsson um að ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að synja fyrirtækinu um byggingarleyfi vegna skiltisins yrði felld úr gildi. Málið er þó flóknara en svo að því er fram kemur í máli Vilhjálms Þ.Á. Vilhjálmssonar, lögmanns Ormsson.

Í samtali við Morgunblaðið rekur Kjartan Örn Sigurðsson forstjóri Ormsson að fyrirtækið hafi notað umræddan vegg í áratugi til auglýsinga fyrir eigin vörur. Fyrirtækið sé með samþykktar teikningar á fjórum skiltum á veggnum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert