Innbrot í geymslur og fyrirtæki

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjölbreytt útköll í dag.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjölbreytt útköll í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um nágrannadeilur í Hafnarfirði í dag. Ekki er fjallað um málalyktir en greint var frá málinu í dagbók lögreglu. 

Í dagbókinni segir jafnframt frá ósætti milli fjölskyldufólks í Vesturbænum auk ósættis meðal sambúðarfólks í póstnúmeri Grafaholts og Úlfarsárdals. 

Ósætti milli nágranna, fjölskyldu- og sambúðarfólks voru þó ekki einu málin sem rötuðu í dagbók lögreglu eftir daginn. Þar segir einnig frá krökkum sem kveiktu eld í Kópavogi, grunsamlegum mannaferðum í Hafnarfirði og umferðaróhappi í Hlíðunum. 

Auk umferðaróhapps í Hlíðunum var þar brotist inn í fyrirtæki. Í Vesturbænum var brotist inn í geymslur og úr Kópavogi barst tilkynning um einstakling sem áreitti starfsmann fyrirtækis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert