Guðni opnaði myndlistarsýningu barna á Ísafirði

Guðni setti listasýninguna.
Guðni setti listasýninguna. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Það var mikil gleði við opnun myndlistarsýningar leikskólabarna í Ísafjarðarbæ í dag. Forsetinn opnaði sýninguna og um 100 manns voru þar samankomnir.

Þetta segir Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs hjá Ísafjarðarbæ, í samtali við mbl.is.

Listaverkin eru á víð og dreif um Ísafjörð, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og hanga uppi næstu tvær vikurnar.

Athöfnin var á Silfurtorgi.
Athöfnin var á Silfurtorgi. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Meiriháttar að fá Guðna

Þemað var „Páskar í huga leikskólabarns“ og það sem mátti sjá oft á listaverkunum voru skíðaferðir og rokktónlist.

„Það var skíði og rokk og ról. Það var bara unnin þemavinna og svo fóru þau bara að vinna. Það er greinilegt að skíði og rokk og ról eru páskar í þeirra huga,“ segir Hafdís og hlær.

Árlega tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í bænum um páskana að venju.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti sýninguna og segir Hafdís að það hafi verið alveg meiriháttar að fá hann á staðinn.

Feðgarnir skemmtu gestum.
Feðgarnir skemmtu gestum. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Sólin skein er Gúanóstelpan var sungin

Mugison og pabbi hans, Guðmundur Kristjánsson, skemmtu gestum og sungu.

„Þegar þeir sungu Gúanóstelpan – sem er nú svona okkar hátíðarsöngur, sérstaklega um páskana, þá kom sólin allt í einu. Það var alveg einstaklega skemmtilegt,“ segir Hafdís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert