Meirihluti þekkir dæmi um spillingu

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir. Unnur Karen

Meirihluti starfsfólks sveitarfélaga sem að skipulagsmálum vinnur sem og meirihluti skipulagsráðgjafa þekkir dæmi þess að spilling hafi haft áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga.

Þetta kom fram í erindi sem Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, aðjunkt við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar, flutti á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í síðustu viku.

Kort/mbl.is

Þessara talna var aflað í rannsókn sem hún gerði, en þar var þeirri spurningu beint til kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum, sveitarstjóra, starfsfólks sveitarfélaga sem vinnur að skipulagsmálum og sjálfstæðra skipulagsráðgjafa hvort viðkomandi þekkti þess dæmi frá síðustu þremur árum að frændsemi, kunningsskapur eða pólitísk fyrirgreiðsla hefði haft áhrif á ákvarðanir sveitarfélaga í skipulagsmálum. Yfir helmingur aðspurðra svaraði spurningunni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka