Sinueldur á Ásbrú

Sinueldur við Ásbrú.
Sinueldur við Ásbrú. Ljósmynd/Tómas Logi Hallgrímsson

Brunavarnir Suðurnesja vinn­a nú að því að slökkva sinu­eld á Ásbrú.

Rúnar Eyberg Árnason varðstjóri staðfestir þetta í samtali við mbl.is

Slökkvistarfi nánast lokið

Hann segir að um sé að ræða eld á 300-400 fermetra svæði. Ekki er vitað um upptök eldsins. 

Fimm slökkviliðsmenn á einum bíl sinna nú slökkvistarfi á svæðinu.

Unnið er að því að slökkva eldinn.
Unnið er að því að slökkva eldinn. Ljósmynd/Tómas Logi Hallgrímsson

Rúnar gerir ráð fyrir að slökkviliðinu takist að slökkva eldinn nú bráðlega. Þá bætir hann við að íbúar hafi verið mættir út með skóflur að slökkva eldinn þegar slökkviliðið bar að garði. 

Eldurinn er á auðu og opnu svæði milli íbúðarhúsnæðis á Ásbrú og segir Rúnar því engin mannvirki vera í hættu.

„Aðallega er þetta reykur sem er að fara um allt. Hætta er á því að hann fari inn hjá fólki,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert