Valgarð Már skipaður skólameistari

Valgarð Már Jakobsson hefur verið skipaður skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.
Valgarð Már Jakobsson hefur verið skipaður skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Valgarð Már Jakobsson er nýr skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði Valgarð Má í embættið til fimm ára, frá 1. ágúst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands. 

Valgarð hefur starfað við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ frá stofnun skólans árið 2009 og hefur tvisvar verið settur tímabundið sem skólameistari og er í dag starfandi skólameistari. Auk þess hefur hann meðal annars starfað sem aðstoðarskólameistari, áfangastjóri og sinnt ábyrgðarhlutverkum innan skólans. 

Valgarð er með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og M.Ed. próf í stærðfræði og kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009. Hann stundar M.Ed. nám við Háskóla Íslands í stjórnun menntastofnana. 

Hann hefur starfað sem varaformaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar og var varamaður í skipulagsnefnd á árunum 2018-2022. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert