Slökkvilið bjargaði ketti úr þvottavél

Björgunarfólk ásamt kisu og eiganda.
Björgunarfólk ásamt kisu og eiganda. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu bjargaði ketti úr þvottavél að beiðni eiganda kattarins. Frá þessu greinir slökkviliðið á Facebook-síðu sinni.

Verkefni slökkviliðsins eru bæði stór og smá, en í þessu tilfelli þurfti köttur á aðstoðinni að halda.

Kisinn var frelsinu feginn, að sögn slökkviliðs.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert