Lögregla vísar til konungsbréfs

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.
Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Á þetta reynir annað slagið þegar skilvísir borgarar koma með verðmæti, stundum er það í formi reiðufjár og stundum einhvers annars,“ segir Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, í samtali við Morgunblaðið.

Tilefni samtalsins er reiðufé sem fannst í sveitarfélaginu Húnabyggð fyrir skemmstu og var komið til lögreglu þar. Lögregluþjónar embættisins sáu þar gott efni í pistil á Facebook-síðu sinni og greindu þar frá málinu með vísan til opins bréf frá kansellíinu í Kaupmannahöfn sem Íslendingum var sent í júní 1811.

Bréfið, sem enn hefur gildi að íslenskum lögum og fjallar um fundið fé í kaupstöðum, boðar að slíkt fé skuli auglýsa með plaggi sem hengt er upp á almannafæri í viðkomandi kaupstað og skuli eigandi reiða finnanda fram hæfileg fundarlaun fyrir heiðarleikann.

Nánar er rætt við Birgi um konungsbréfið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert