Ferðamaður slasaðist við Kerið

Ferðamaður skoðar Kerið. Mynd úr safni.
Ferðamaður skoðar Kerið. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi var kölluð út til að aðstoða ferðamann sem slasaðist við Kerið í Grímsnesi á sjötta tímanum í dag.

Ferðamaðurinn féll við Kerið og treysti sér ekki til að ganga til baka, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningafólki setti ferðamanninn á börur og flutti í sjúkrabíl. Hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert