Gular viðvaranir í flestum landshlutum á morgun

Vindaspá fyrir hádegi á morgun.
Vindaspá fyrir hádegi á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Í fyrramálið hvessir sunnanlands, einkum með suðurströndinni. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir flesta landshluta á morgun. 

Fyrsta viðvörunin tekur gildi klukkan átta á Suðurlandi og sú næsta klukkan tíu á Suðausturlandi. 

Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar kemur fram að á milli klukkan 9 og 15 megi reikna með snörpum hviðum undir Eyjafjöllum, allt að 30 til 35 m/s. Einnig í Öræfum við Sandfell og þar þvert á veginn. Þá er Sandfok sagt líklegt við Landeyjahöfn. 

Á vef Veðurstofunnar eru vegfarendur með aftanívagna og á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind hvattir til að sýna aðgát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert