Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?

Hvítasunnan er ein af þremur stærstu hátíðum kristinnar trúar og er þar í flokki með páskum og sjálfri jólahátíðinni. En hvað gerðist á hvítasunnu? Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörinn biskup Íslands var gestur Dagmála í síðustu viku og svarar þar þeirri spurningu.

Hlustendur hafa tækifæri til að velta þessari spurningu fyrir sér áður en svar séra Guðrúnar kemur fram.

Hún tekur formlega við embætti biskups 1. júlí en vígsla hennar fer fram tveimur mánauðum síðar.

Í Dagmálaþættinum fer verðandi biskup vítt og breitt og ræðir um stöðu þjóðkirkjunnar og ýmis atriði er lúta að henni.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert