Bjóða til opinna funda um stöðuna á Gasa

Al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg er rústir einar eftir árásir Ísraels, …
Al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg er rústir einar eftir árásir Ísraels, en Gilbert starfaði á spítalanum áður fyrr. AFP

Félagið Ísland-Palestína býður til tveggja opinna funda með norska lækninum Mads Gilbert. Gilbert mun flytja fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Gaza 2024: A catastrophic man-made disaster. What can we do?“ í Háskólabíó þann 27. maí klukkan 19:30 og í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 29. maí klukkan 19:30. 

Gilbert er verðlaunaður norskur læknir og prófessor emeritus. Hann er sérfræðingur í svæfinga- og bráðalækningum við The Artic University í Noregi og yfirlæknir á bráðamóttökunni á háskólasjúkrahúsinu í Tromsö í Noregi (systurborgar Gasaborgar frá 2022). 

Virkur í samstöðu með Palestínumönnum 

Gilbert hefur frá árinu 1981 verið virkur í samstöðu með Palestínumönnum og þá sérstaklega á sviði heilbrigðismála. Hann hefur skrifað um reynslu sína af heilbrigðisstörfum á meðan árásir Ísraels á Gasa stóðu yfir í bókunum Eyes on Gaza (2009) og Night in Gaza (2014). 

Hann hefur skrifað vísindagreinar um áfallastreituröskun með samstarfsmönnum í Palestínu og um afleiðingar umsáturs og árása Ísraels og Gasa. 

Hann ferðast árlega til Gasa til þess að taka þátt í kennslu og þjálfun í bráðalækningum ásamt því að stunda rannsóknir og hefur tekið þátt í stefnumótun fyrir heilbrigðisþjónustu svæðisins. 

Gilbert starfaði við Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg á meðan á árásum Ísraels stóð á Gasa árin 2006, 2009, 2012 og 2014. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert