Ákærður fyrir þvaglát á tjaldsvæði

Akureyri - dómstólar - Héraðsdómur Norðurlands eystra -
Akureyri - dómstólar - Héraðsdómur Norðurlands eystra - Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri sem búsettur er í Noregi hefur verið ákærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð, með því að hafa kastað af sér þvagi á almannafæri, þar sem lögregla hafði afskipti af honum. 

Brotið átti sér stað í ágúst í fyrra á tjaldsvæði á Dalvík.

Þess er krafist af ákæruvaldinu að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Ákæran var birt í Lögbirtingablaðinu, en það er gert þegar ekki tekst að birta ákærða stefnu eða óvíst er um dvalarstað hans.

Málið verður tekið fyrir á dómþingi 25. júní, í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert