Engin rýming í Bláa lóninu

Helga Árnadóttir, fram­kvæmda­stjóri sölu, rekstr­ar og þjón­ustu Bláa lóns­ins.
Helga Árnadóttir, fram­kvæmda­stjóri sölu, rekstr­ar og þjón­ustu Bláa lóns­ins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bláa lónið verður áfram opið og ekki gripið til rýminga að svo stöddu. Fyrr í dag var ákveðið að senda starfsfólk HS orku heim í öryggisskyni vegna breytinga í borholum.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins segir fyrirtækið fara í einu og öllu eftir fyrirmælum almannavarna og ekki hafi komið boð um rýmingu. 

„Eins og ávallt þá fylgjum við í einu og öllu ráðleggingum almannavarna og Veðurstofunnar. Eins og komið hefur fram í þeirra máli sjá þeir ekki ástæðu til rýmingu að svo stöddu. Við erum í góðu sambandi við almannavarnir og Veðurstofuna vegna þessa,“ segir Helga. 

Bláa lónið.
Bláa lónið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert