Hefðarfólk á hjólum

Tveir hefðarmenn á viðburðinum í fyrra.
Tveir hefðarmenn á viðburðinum í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

The Distinguished Gentlemen's Ride, eða Hefðarfólk á hjólum, fer fram á laugardaginn og er hluti af alþjóðlegum viðburði þar sem mótorhjólafólk kemur saman í snyrtilegum klæðnaði á klassískum mótorhjólum og mótorhjólum í klassískum stíl.

Tilgangur viðburðarins er að vekja athygli á heilsu karlmanna, þá sérstaklega geðheilsu og krabbameini í blöðruhálskirtli, og um leið að safna áheitum sem renna til rannsóknar á þessum málefnum á heimsvísu. 

Ljósmynd/Aðsend

Lagt verður af stað frá Granda mathöll klukkan 13 og stuttur hringur farinn um Seltjarnarnes og miðbæ Reykjavíkur. Keyrslan mun svo enda í Hjartagarðinum við Laugaveg klukkan 13.45 þar sem Bartónar, karlakór Kaffibarsins, mun taka nokkur lög og veitingastaðir í garðinum verða með tilboð fyrir gesti og gangandi.

Ljósmynd/Aðsend

 Hægt er að kynna sér viðburðinn betur á heimasíðu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert