Heimilt verði að selja til baka

Álverið við Reyðarfjörð er knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun.
Álverið við Reyðarfjörð er knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun. mbl.is/Sigurður Bogi

Til skoðunar er að breyta raforkulögum á þann veg að gera stórnotendum kleift að selja orku aftur inn á kerfið.

Meirihluti atvinnuveganefndar gerir breytingatillögu á raforkulögum í þessa veru en frumvarpið hefur farið í gegnum aðra umræðu á Alþingi. Þingheimur á því eftir að greiða atkvæði um frumvarpið.

„Við meðferð málsins fyrir nefndinni kom fram að mögulega hefði mátt komast hjá þeim aðstæðum sem sköpuðust veturinn 2023–2024 ef til staðar væri virkur markaður með raforku. Meirihlutinn tekur undir það sjónarmið en telur að á meðan beðið er skýrari löggjafar þar um sé ljóst að auka þurfi sveigjanleika til viðbragða á markaði svo að hægt sé að bregðast við orkuskorti án þess að stjórnvöld telji sig tilneydd að grípa inn í. Það mætti m.a. gera með því að gera stórnotendum kleift að selja orku aftur inn á kerfið til kerfisstjóra en slík heimild er ekki til staðar í dag í raforkulögum,“ segir í frumvarpinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert