Kostnaður jókst um tíu milljónir

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kostnaður vegna viðburða og ráðstefna hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu hækkaði um 10 milljónir á milli ára og nam því rúmum 26 milljónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Berglindar Óskar Guðmundsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um málið.

Fjármunir skattgreiðenda

Berglind var gestur í Spursmálum síðastliðinn föstudag þar sem þáttarstjórnandinn Stefán Einar Stefánsson spurði hana nánar út í þessa fyrirspurn. „Á síðasta ári til dæmis eyddi mennta- og barnamálaráðuneytið 26 milljónum á einu ári í viðburði og ráðstefnur. Það eru gríðarlega miklir fjármunir skattgreiðenda og auðvitað er eitthvað af þessu eðlilegt og eitthvað sem ráðuneytið var fengið til að sinna og eru bara lögbundin verkefni kannski, en við hljótum samt að geta spurt okkur og eigum að spyrja okkur, er eðlilegt að skattfé sé eytt á þennan máta?“ segir Berglind Ósk.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert