Konum í stjórnunarstörfum sagt upp hjá Hafnarfjarðarbæ

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að segja upp tveimur konum í stjórnunarstöðum hjá bænum frá og með 1. júlí nk.

Meirihluti Samfylkingarinnar samþykkti að segja upp Hafdísi Hafliðadóttur skipulagsstjóra og Svölu Jónsdóttur jafnréttisráðgjafa. Þær voru ráðnar til starfa af bæjarstjórn í desember 1998 í tíð fyrrverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks bókuðu andstöðu sína við uppsagnirnar og í umræðu um tillögurnar benti einn bæjarfulltrúi flokksins á misræmi milli orða og gerða Samfylkingarinnar, sem gæfi sig út fyrir að vinna að jafnrétti og málefnum kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert