Hyggjast bjóða upp á ferðir í skriðdreka á Reykjanesi

Svo kann að fara að hægt verði að kaupa sér …
Svo kann að fara að hægt verði að kaupa sér far með skriðdreka á Reykjanesi.

Íslendingar geta senn tekið sér far með skriðdreka á Reykjanesi nái áform Stefáns Guðmundssonar, sem rekur körtubraut við Reykjanesbæ, fram að ganga. Áformar hann í samstarfi við fjárfesta að kaupa skriðdreka í Bretlandi og bjóða upp á ferðir með honum á sérstöku svæði í grennd körtubrautarinnar.

„Þetta hefur verið í undirbúningi frá í desember og við eigum von á tilboði í breskan dreka í lok vikunnar eða strax eftir helgi. Þegar það liggur fyrir munum við sækja um leyfi, ef einhverra er þörf, og flytja hann sem fyrst hingað,“ sagði Stefán.

Um er að ræða skriðdreka sem hefur sæti fyrir 6-8 manns. Við körtubrautina ræður fyrirtæki Stefáns, Reisbílar, yfir 95.000 fermetra svæði þar sem hugmyndin er að aka drekanum um í sérstakri braut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert