Tap á rekstri RÚV síðustu sjö ár rúmar 1400 milljónir

Ríkisútvarpið var síðast rekið með tekjuafgangi árið 1997 en síðan þá hefur samanlagður taprekstur numið ríflega 1400 milljónum króna. Á undanförnum tíu árum hefur eigið fé stofnunarinnar farið úr 2,5 milljörðum króna niður í nánast ekki neitt. Var eigið fé 80 milljónir í árslok 2003 og er talið að það hafi nær horfið á síðasta ári.

Rekstrarhalli síðasta árs nam um 100 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum efnahagsreiknings, en þar af var tap af reglulegri starfsemi um 45 milljónir, líkt og áætlanir höfðu gert ráð fyrir.

Í fyrri hluta fréttaskýringar um málefni Ríkisútvarpsins, sem birt er í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er fjallað um fjárhag stofnunarinnar og andrúmsloftið innan hennar meðal stjórnenda og starfsmanna. Áætlanir þessa árs gera ráð fyrir hallalausum rekstri en stjórnendur Ríkisútvarpsins eru svartsýnir á að það takist, fáist ekki umbeðin hækkun afnotagjalda um 7%, sem óskað var eftir í nóvember sl. Hækkuðu gjöldin um sama hlutfall í fyrravor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert