Ætla að hlaða 7 metra háan snjókarl

Á páskadag verður gerð tilraun til að búa til risasnjókarl á Suðureyri við Súgandafjörð, þann hæsta sem gerður hefur verið á Íslandi. Karlinn, sem áætlað er að verði 7 metrar á hæð, verður reistur á Ísversplaninu á Suðureyri og geta allir sem áhuga hafa tekið þátt í byggingunni.

Snjór verður fluttur á staðinn og er ætlunin að hlaða snjókarlinn úr smáum einingum og móta hann eftir á.

„Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni“, segir Unnar Reynisson, einn aðstandenda verkefnisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka