Thelma Ásdísardóttir Kona ársins

Thelma Ásdísardóttir sést hér halda þakkaræðu í Iðnó í kvöld.
Thelma Ásdísardóttir sést hér halda þakkaræðu í Iðnó í kvöld. mbl.is/ÞÖK

Thelma Ásdísardóttir var útnefnd Kona ársins af tímaritinu Nýtt líf við hátíðlega athöfn sem fram fór í Iðnó nú fyrir stundu. Þetta er í 15. sinn sem Nýtt líf útnefnir konu ársins á Íslandi. Að sögn Gullveigar Sæmundsdóttur, ritstjóra tímaritsins, komu fjórar konur til greina sem konur ársins í ár.

„En þegar að Thelma kom með þessa bók sína, með Gerði Kristnýju, þá fannst okkur þetta svo mikið afrek. Hún sýnir svo mikinn kjark að okkur fannst enginn önnur kona koma til greina. Af því að við teljum að hún sé að hjálpa svo mörgum öðrum ungum konum, litlum stelpum, sem búa við það sama og hún bjó við árum saman. Kynferðislegt ofbeldi í föðurhúsum. Þetta var ástæðan fyrir því að við ákváðum þetta,“ segir Gullveig.

Þuríður Á. Sigurðardóttir færði Thelmu listaverk og Vigdís Finnbogadóttir færði Thelmu blómvönd við athöfnina, en Vigdís var á sínum tíma útnefnd fyrsta Kona ársins.

Við erum alltaf að leita af konum sem eru hvatning og fyrirmynd fyrir aðrar konur, og við teljum að Thelma sé það svo sannarlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert