Skora á Símann að loka ekki starfsstöð á Sauðárkróki

Á aðalfundi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Skagafirði í gærkvöldi var samþykkt ályktun þar sem skorað er á Símann að endurskoða ákvörðun sína um lokun starfsstöðvar á Sauðárkróki, fækkun starfa og skerðingu á þjónustustigi í Skagafirði.

Þá hvatti fundurinn sveitarstjórn Skagafjarðar til að taka upp viðræður við Símann um hvernig tryggja megi núverandi störf hjá Símanum í Skagafirði og efla þjónustu við almenning og fyrirtæki í héraðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert