Fylgi ríkisstjórnarinnar eykst

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um átta prósentustig milli mánaða, að því er fram kemur í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Mælist stuðningur við stjórnina 56% í júní en var 48% í maí. Þá eykur Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt um þrjú prósentustig, fengi 43% nú en stuðningur við flokkinn mældist 40% í maí.

Samfylkingin tapar nokkru fylgi, fengi 25% nú en var með 29% í maí. Vinstri grænir fengju 19% en voru með 17% í maí, Framsókn missir eitt prósentustig milli mánaða og mælist með 10% fylgi nú en 9% í maí. Þá standa Frjálslyndir í stað með 4% fylgi.

Könnunin var unnin dagana 27. maí til 28. júní og var úrtakið 3853 en svarhlutfall 61%.

Fylgi smærri flokkanna eykst

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær, sækja litlu flokkarnir þrír í sig veðrið en þeir stærri hafa tapað fylgi.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist aðeins 24,2% sem er rúmum fjórum prósentustigum minna en í síðustu könnun. Miðað við þessa mælingu myndi Samfylkingin því missa 4-5 þingmenn af 20.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar einnig lítillega frá síðustu mælingu og mælist hann nú með 42,5%. Vinstri græn mælast með tæp 15% sem er næstum fimm prósentustigum meira en í síðustu könnun. Frjálslyndir hafa aukið fylgi sitt um næstum helming og mælast nú með 6,2% og Framsóknarflokkurinn er með 10,6% sem er rúmum fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert