Orðuð við framboð í norðvesturkjördæmi

Meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við framboð meðal sjálfstæðismanna í norðvesturkjördæmi eru Akurnesingarnir Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ en Vesturland, Vestfirðir og Norðvesturland tilheyra norðvesturkjördæmi.

Borgar sagði við Morgunblaðið í gær vera að velta þessum möguleika fyrir sér og að margir hefðu rætt við sig um framboð. Hann sagðist þó vilja skoða stöðu sína vandlega og hann myndi ekki bjóða sig fram nema eftir því yrði kallað.

Ragnheiður vildi lítið segja um hvort hún ætlaði að gefa kost á sér til framboðs í kjördæminu. Hún sagði þó að vissulega kitluðu landsmálin. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi mun funda í byrjun október og verða framboðsmál rædd þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert