Athugasemd vegna hestaferðar um Hengilssvæðið

Vegna frétta í gær og í dag af reiðtúr um Hengilssvæðið þar sem forráðamenn Eldhesta voru sagðir hafa boðið þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum í skoðunarferð um hugsanlegt virkjanasvæði Orkuveitu Reykjavíkur er rétt að taka fram að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins var ekki boðið fyrir milligöngu undirritaðrar, Grétu Ingþórsdóttur, eins og algengt er um slík boð, að því er fram kemur í athugasemd frá Sjálfstæðisflokknum.

„Þeir þingmenn sem undirrituð hefur haft samband við, kannast ekki við að hafa verið boðið og borgarfulltrúar ekki heldur. Samkvæmt upplýsingum frá Hróðmari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Eldhesta, var reynt að ná í þrjá eða fjóra þingmenn með eins dags fyrirvara. Ekki náðist í nema einn og sá gat ekki þegið boðið. Af fréttum um ferðina að má draga þá ályktun að öllum þingmönnum og öllum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hafi verið boðið en enginn þeirra þegið. Hið rétta er að ekki nema einn vissi um ferðina og sá sér ekki fært að þiggja hana með svo skömmum fyrirvara," að því er segir í athugasemd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert