Fjör á hverfahátíð Miðborgar og Hlíða

Þær stöllur Guðrún og Margrét skemmtu sér hið besta Klambratúni …
Þær stöllur Guðrún og Margrét skemmtu sér hið besta Klambratúni í dag. mbl.is/Sverrir

Fyrsta sameiginlega hverfahátíð Miðborgar og Hlíða hófst Miklatúni nú kl. 14 og stendur hún til kl. 16. Meðal þess sem gestir og gangandi geta gert er að bregða sér á Klambratúnið og hlusta m.a. á Þorleif Finnsson harmonikkuleikara leika gömul dægurlög. Líka má hlýða á Svavar Knút söngvaskáld og sjá nemendur úr hverfunum koma fram með tónlistaratriði. Boðið verður upp á leiki, dans, andlitsmálun og klifurveggi svo eitthvað sé nefnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert