Eldur á skemmtistað á Akureyri

Eldur kviknaði í morgun í skemmtistaðnum Kaffi Amor á Akureyri en slökkviliðsmönnum tókst tiltölulega fljótt að ráða niðurlögum hans. Tilkynning kom klukkan 8 í morgun frá öryggisverði að brunaviðvörunarkerfi hafi farið af stað og gæfi boð um eld á efri hæð hússins. Við komu slökkviliðs á staðinn var staðfest að eldur væri í húsnæðinu á efri hæð og voru reykafarar sendir inn. Körfubíll og annar dælubíll voru einnig sendir á staðinn.

Að sögn lögreglu kom fljótt í ljós að eldurinn væri staðbundin við salerni á efri hæð staðarins og tókst að ráða niðurlögum hans tiltölulega fljótt. Rjúfa þurfti gat á millivegg til að ganga úr skugga um að ekki leyndist glóð milli þilja. Töluverður reykur var á efri hæð hússins og var það reykræst í framhaldi.

Orsök eldsins er rakið til rafmagnshandþurku á salerni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert