Úrskurðaður í farbann vegna nauðgunardóms

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að erlendur ríkisborgari, sem nýlega var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að nauðga 13 ára stúlku, sæti farbanni til 18. janúar eða þar til áfrýjunarfrestur til Hæstaréttar rennur út.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, að maðurinn sé pólskur ríkisborgari og þyki hætta á að hann hverfi af landi brott til að komast undan fullnustu refsingar.

Í dómi Hæstaréttar segir, að ríkissaksóknari hafi skotið málinu til réttar með áfrýjunarstefnu útgefinni í dag í samræmi við yfirlýsingu mannsins um áfrýjun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert