Bréf um veiðiréttindi birt á pólsku

Nokkuð hefur borið á því í sumar að veitt hafi verið í ám á höfuðborgarsvæðinu án tilskilinna leyfa. Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir veiðimenn hafa orðið vara við mikla aukningu á veiðiþjófnuðum frá síðasta ári. Í öllum upplýstum tilvikum hafi verið um karlmenn frá Póllandi að ræða og því hafi verið ákveðið að birta bréf á pólsku þar sem pólskumælandi fólki eru kynntar þær reglur sem gilda um veiðiréttindi í ám hér á landi.

Witek Bogdanski, sem fer með mál Samtaka Pólverja á Íslandi, sagðist ekki kannast við málið en ætla að kynna sér það betur. Eftir því sem komist næst verður komist eru reglur um veiði í Póllandi ólíkar þeim íslensku og getur því verið að um misskilning sé að ræða.

Hjá lögreglunni fengust þær upplýsingar að um refsivert athæfi væri að ræða og að við slíkum broti liggur að minnsta kosti sekt og að afla- og veiðarfærieru gerð upptæk.

Í lögum frá árinu 2006 um lax- og silungaveiði segir að slíkt brot „varðar mann sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, ef miklar sakir eru“. Og þá getur nægt að hann sé staðinn að því að vera með „veiðarfæri við veiðivatn annars manns fyrir utan venjulega vegi, nema sannað sé að hann hafi átt þar lögmæt erindi,“ þ.e. hann þarf ekki að nást við veiðar heldur nægir að hann standi nálægt veiðivatni í eigum annars manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert