Mótmælaborðar hengdir á Ráðhús Hafnarfjarðar

Mótmælaborðar með áletruninni „Nei þýðir nei – stækkun er glæpur" voru hengdir á Ráðhús Hafnarfjarðar í dag. Þá voru borðar með áletruninni „Kæru Hafnfirðingar. Nietzsche drap guð – Lúðvík drap lýðræðið" hengdir á verslunarmiðstöðina Fjörð. Fram kemur í fréttatilkynningu, frá þeim sem stóðu að baki mótmælunum, að þetta hafi verið gert til að mótmæla því hvernig niðurstaða íbúakosningarinnar um stækkun álversins í Straumsvík virðist vera bæði gleymd og grafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert