Mikill hagnaður hjá Seltjarnarnesbæ á árinu

Árleg endurskoðun á fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2007 sýnir fram á mikinn hagnað aðalsjóðs á árinu 2007 þrátt fyrir lækkun útsvars og fasteignagjalda, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá bænum.

Endurskoðuð fjárhagsáætlun bæjarsjóðs var staðfest á fundi bæjarstjórnar hinn 26. september síðastliðinn og samkvæmt því sem fram kemur íyfirlýsingunni ber niðurstaðan með sér að fjárhagsstjórn bæjarsjóðs er í traustum skorðum. Tekjur bæjarsjóðs hækka um tæplega 75 milljónir frá fyrri áætlun en rekstrargjöld um ríflega 29 milljónir króna. Hagnaður aðalsjóðs nemur því um 270 milljónum króna en hagnaður samstæðu telur rúmar 196 milljónir. Rekstarhlutfall bæjarsjóðs nemur um 83,3% af skatttekjum.

Rúmum 370 milljónum er varið til framkvæmda á árinu, meðal annars til endurbóta á skólahúsnæði, sérstaks gatnagerðarátaks, öldrunar- og íþróttamála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert